Heim

Exhibitionist Hotel er boutique-lúxushótel en það er staðsett gegnt Náttúrugripasafninu í Lundúnum, í hjarta South Kensington. Í nágrenninu má finna safnið V&A Museum, Vísindasafnið, tónlistarhúsið Albert Hall og verslunir Knightsbridge, Sloane Street, Harvey Nichols og Harrods. Gististaðurinn er til húsa í fallega enduruppgerðu bæjarhúsi frá 18. öld sem sameinar upprunalega hönnun og nútímalegar áherslur á borð við sérhannaðar innréttingar. Hótelið býður upp á 8 myndlistarsali sem reglulega skipta út verkunum sem eru til sýnis. Öll herbergin eru með sérsturtu ásamt baðkari og Noble Isles-snyrtivörum. Spa-svítan er með sérsteypisundlaug en þakíbúðin innifelur verönd með sjónvarpi utandyra. Starfsfólkið veitir gestum fúslega aðstoða á meðan á dvöl þeirra í Lundúnum stendur. Í nokkurra mínútna göngufjarlægð er að finna hin frægu söfn svæðisins og South Kensington-neðanjarðarlestarstöðina. Finna má fjölmargar verslanir, veitingastaði og bari í göngufjarlægð. Almenningsgarðurinn Hyde Park er í 15 mínútna göngufjarlægð.